Við ungmennin viljum semsagt losna við Tryggva Jónsson og aðra fjárglæframenn, dæmda eða ódæmda, úr bönkunum.

-Við viljum ekki láta afskriftir skulda stjórnenda, þingmanna og annarra valdamanna viðgangast.

-Við viljum ekki borga skaðann vegna Icesave.

-Við viljum ekki vera neydd til að taka lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Við byrjuðum á því að fara í tölvudeildina og krefjast þess að fá gagnaeyðingarbúnað afhentan. Ekki urðu menn við þeirri kröfu en við fórum inn og stöðvuðum vinnu í dágóða stund.

Þar næst fórum við inn í aðalbankann og héldum uppi kröfum um að spillingarliðið viki og að almenningur yrði ekki látinn bera skaðann af klúðrinu og eiginhagsmunapotinu hjá Landsbankanum.

Að síðustu fórum við í útibúið á Laugavegi, þar sem Tryggvi Jónsson er með skrifstofu og hömruðum á sömu kröfu.

Þetta er ekkert mál. Venjulegt fólk getur, án þess að eyða óratíma í skipulagninu, farið inn í hvaða stofnun sem er, inn á hvaða skifstofu sem er og gert hvað sem því sýnist. Landsbankamenn eru heppnir, því hér voru á ferð friðsamir mótmælendur. Ekki svo mikið sem einn penni var eyðilagður. Ég yrði þó ekki hissa þótt síðar muni spretta upp hópar sem ganga lengra, miklu lengra. Ef sanngjarnar kröfur okkar, sömu kröfurnar og þúsundir manna hafa haldið uppi á hefðbundnum útifundum verða hundsaðar, þá er þess ekki langt að bíða.

Já og svo veit ég að bein aðgerð er fyrirhuguð á morgun. Áhugasamir mæti að Glæsibæ kl 10.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

55 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

55 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

55 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

55 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

55 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

55 ár ago