Kannast innanríkisráðuneytið við þessa mynd?

Þetta er Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra Íslands.
Myndin er tekin af vef innanríkisráðuneytisins.


En hver er þetta? Er þetta nokkuð Hanna Birna?
Nei það getur ekki verið.
Að minnsta kosti er engin sambærileg mynd til
á vef innanríkisráðuneytisins.

Hanna Birna hefur ekki sést í þessari grænu skyrtu
og hún er ekki með svona langt nef.

Síðustu daga hefur samfélagsumræðan að miklu leyti snúist um minnisblað um tiltekinn hælisleitanda. Um er að ræða tvö skjöl, annarsvegar minnisblað sem er til í innanríkisráðuneytinu og hinsvegar blað sem er alveg eins að öðru leyti en því að tveimur málsgreinum hefur verið bætt neðan við það.

Eins og innanríkisráðherra hefur bent á eru þessi tvö blöð alls ekki sambærileg. Það var því ekki von að hún áttaði sig á því hvernig nokkrum gat dottið í hug að blaðið hefði lekið úr ráðuneytinu.

Ekki frekar en nokkrum gæti dottið í hug að ég hefði sótt þessa mynd, sem er alls ekki af Hönnu Birnu, heldur af einhverri konu í grænni skyrtu og með langt nef, á vef innanríkisráðuneytisins.

Myndskreyting Kristján Frímann Kristjánsson.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago