Hversvegna eru þau að þessu? SI stöðvar jarðhitaborun

,,Orkuveita Reykjavíkur fjárfestir í landi langra lista mannréttindabrota!”

HELLISHEIÐI – Í morgun stöðvaði umhverfishreyfingin Saving Iceland vinnu við eina af helstu jarhitaborholum á Hengilsvæðinu, þar sem Orkuveita Reykjavíkur stækkar nú Hellisheiðarvirkjun. Um 20 aktívistar hafa læst sig við vinnuvélar og klifrað upp á borinn til að hengja upp fána sem segir ,,Orkuveita Reykjavíkur burt frá Hellisheiði og Jemen”. Hópurinn hafði einnig í huga að fara í stjórnstöðvarherbergi svæðisins.

Í síðustu viku áttu sér stað samstöðuaðgerðir við höfuðstöðvar Glencore og Alcoa í Sviss auk þess sem allir ræðismenn Íslands í Sviss og Sendiherra fengu send mótmælabréf. Mótmæli áttu sér einnig stað fyrir utan ræðismannaskrifstofu Íslands í Mílan, Sendiráð Íslands í Róm og höfuðstöðvar Impregilo í Mílan. Hér á landi hefur Saving Iceland skipulagt tvær aðgerðir gegn Norðuráli og tvær gegn Landsvirkjun.

,,Í tvær vikur höfum við verið með aðgerðabúðir okkar á Hellisheiði og höfum orðið vitni af eyðileggunni sem á sér þar stað; eyðilegging sem að mestu leyti er ekki sýnileg almenningi. Fólk ætti að koma hingað upp eftir og líta augum á það sem er í gangi hérna. Þetta undraverða svæði er nú fullt af malbiki og mengun. Nú eru fjöll sprengd upp og jarðhitasvæði röskuð til að framleiða orku fyrir álver Norðuráls” segir Jaap Krater frá Saving Iceland.

Stór hluti framkvæmdanna eru unninn af austur-evrópskum verkamönnum, sem lifa þar í vinnubúðum, svipuðum þeim sem áttu sér stað á meðan byggingu Kárahnjúkavirkjunnar stóð.

Fjárfestingar Orkuveitu Reykjavíkur í Jemen
Saving Iceland gagnrýnir einnig Orkuveitu Reykjavíkur fyrir fjárfestingar sínar í Jemen (1,2), landi þar sem Shari’a ríkisstjórn er við völd, engir frjálsir fjölmiðlar eru leyfðir og öryggissveitir eru markvisst viðriðnar pyntingar og jafnvel aftökur án dómsútskurðs (3,4).

,,Orkuveitan segir að jarðhitafjárfestingar sínar muni hagnast þeim fátæku í Jemen. Raunveruleikinn er sá að orkan fer ekki til þeirra. Ríkisstjórnin er gjörspillt og nú auglýsir landið eftir álframleiðendum til að hefja starfsemi í landinu. Ef einhver hefði sagt fyrir tíu árum: Ég er að gera samninga við Saddam Hussein til að hjálpa hinum fátæku, hefði einhver trúað því?Orkuveitan ætti ekki að gera samninga við neina sem eru viðriðnir mannréttindabrot – hvort sem um er að ræða bókstafstrúarríki eða stóriðjufyrirtæki” segir Krater.

Upplýsingaskjal um ástandið í Jemen má finna á PDF formi, sem viðhengi með þessari tilkynningu.

Umhverfisáhrif stækkunnar Hellisheiðarvirkjunnar
Umhverfismatið fyrir Hellisheiðarvirkjun segir að tilgangur stækkunarinnar sé að útvega orku fyrir stækkun álvers Norðuráls á Grundartanga, hugsanlega stækkun Rio Tinto-Alcan í Straumsvík og nýtt álver Norðuráls í Helguvík (5). Á sama tíma borga bændur tvöfallt verð fyrir rafmagn (6). Saving Iceland hefur birt skýrslur sem segja frá löngum listum mannréttindabrota sem álfyrirtækin eru viðriðin (7,8).

Tveir af talsmönnum Saving Iceland, Miram Rose og Jaap Kraater hafa fjallað um umhverfisáhrif jarðvarmavirkjunarinnar á Hengilsvæðinu í tímaritinu the Ecologist (9):

“Laced with various and sometimes toxic compounds from deep within the bedrock, the [geothermal borehole] water is either pumped back into the borehole – which can lead to geological instability – or is pumped untreated into streams and lakes. This particular technique has already created a huge dead zone in lake Thingvallavatn.”

Myndir af áhrifum borananna má sjá á heimasíðu Saving Iceland (10) og í fylgiskjali með tilkynningunni.

Um Saving Iceland
Síðustu tvær vikur hefur Saving Iceland stöðvað vinnu á framkvæmdalóð Norðuráls í Helguvík, stöðvað umferð að álveri Norðuráls á Grundartanga og skipulagt nokkrar aðgerðir gegn Landsvirkjun. Aðgerðirnar eru allar liður í fjórða sumri beinna aðgerða gegn stóriðjuvæðingu Íslands.

Nánari upplýsingar:

http://www.savingiceland.org
http://www.sabanews.net/en/news151190.ht… [Accessed July 27th, 2008]
2. IceNews (208). Electricity agreement signed between Yemen and Iceland. http://www.icenews.is/index.php/2008/04/… [Accessed July 27th, 2008]
3. BBC News (2008). Country Profile: Yemen. http://news.bbc.co.uk/1/hi/world/middle_… [Accessed July 17th, 2008]
4. Embassy of Yemen in the US (2008). http://www.yemenembassy.org/economic/ind…. [Accessed July 17th, 2008]
5. VGK (2006). Environmental Impact Assesment fot Helisheidarvirkjun. VGK, Reykjavik.
6. Iceland Review (2007). Century Smelter to Pay Less for Energy than Farmers. June 7th 2007. Also available at http://savingiceland.puscii.nl/?p=821. [Accessed July 27th, 2008]
7. Saving Iceland (2007). Alcan’s Links to the Arms Industry. http://savingiceland.puscii.nl/?p=882 [Accessed July 27th, 2008]
8. Saving Iceland Press Release (2007). Saving Iceland Blockades Century and ELKEM. http://savingiceland.puscii.nl/?p=841 [Accessed July 27th, 2008]
9. Krater, J., Rose, M., Anslow, M. (2007). Aluminium Tyrants. The Ecologist 2007 (10). Also available at http://savingiceland.puscii.nl/?p=1021 [Accessed July 27th, 2008]
Saving Iceland (2008). Destruction of Hengill. http://savingiceland.puscii.nl/?page_id=… [Accessed July 27th, 2008]

Með aðgerðir á Hellisheiði

 

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago