Hvaða fjandans menning er í hættu?

Þeir sem mestar áhyggjur hafa af því að innflytjendur séu íslenskri menningu skaðlegir, virðast sjaldan verulega menningarlega innstilltir sjálfir.

Hvaða menning er það sem mun hverfa fyrir tilstilli Pólverja, Sómala eða Tælendinga?

Er það tungumálið? Er hætta á því að við tökum upp kínverska setningargerð? Eða arabiskt slangur? Munu flóttamenn frá Kosovo rústa stafsetningarkunnáttu landans?

Er það matarmenningin? Hafa menn áhyggjur af því að íslenska þorrablótið verði aflagt? Er svona slæmt að við borðum meira af núðlum og minna af kjötfarsi? Eru Danir hættir að borða middagspölse og smörrebröd vegna áhrifa Tyrkja og Júgóslava?

Eru það íslenskir drykkjusiðir sem eru í hættu? Eru líkur á að unglingar hætti að flykkjast til Eyja til að hlusta á Árna Johnsen gaula kartöflugarðssönginn við erlent lag, nauðga útúrdrukknum telpum og kjálkabrjóta aðra álíka menningarsinna?

Eru það bókmenntirnar sem við gætum misst? Hefur þetta ágæta fólk áhyggjur af því að unglingar hætti að syngja Land míns föður á 17. júní eða að almenningur hætti að greina á milli kveðskapar Davís Stefánssonar og íranskrar popptextagerðar? Er kannski líklegt að sandnegrar tæli íslenska unglinga til að leggja Eglu frá sér hálflesna til þess að hanga yfir One Tree Hill?

Er það íslenska tískan sem gæti farið fjandans til? Gæti kannski farið svo að gallabuxur og flíspeysa verði sjaldséður búningur ef fólk með handklæði á hausnum fær að vaða hér uppi og opna fatabúðir? Heldur fólk að íslenskar kerlingar hætti að prjóna lopapeysur og að ungar konur afleggi peysufötin og klæðist þess í stað sarí eða kímónó? Er svona mikil hætta á að búrkan nái vinsældum?

Kannski byggingarlistin? Gætu Hottintottar tekið upp á því að rífa hina fögru byggingu sem hýsir 10-11 í Austurstræti og byggt leirkofa í staðinn?

Eru það hugmyndir okkar um frelsi og mannréttindi sem eru í hættu? Hafa málsvarar menningarinnar kannski áhyggjur af því að íslenskar mæður taki uppá því að umskera dætur sínar á eldhússborðinu eða að feður fremji ærumorð ef synir þeirra lýsa sig samkynhneigða?

Eða er það vinnumenning Íslendinga sem gæti breyst? Höfum við áhyggjur af því að embættismenn hætti að verja fjórðungi vinnutíma síns í að ‘skreppa’, tala í símann og hanga á msn, þegar halanegrar komast til valda? Eða er hætta á því að við hugmyndir okkar um manngildi breytist og að við förum jafnvel að meta fólk út frá einhverju öðru en vinnusemi þess? Getur hugsast að komi að því að við höfum meiri áhuga á því hvort náungi okkar sé góð manneskja, greiðvikin, heiðarleg, réttsýn, hófsöm og sjálfstæð, heldur en því hvort hann sé ‘hörkuduglegur’?

Ég skil áhyggjur af ýmsum vandamálum sem fylgja hraðfara breytingu úr einsleitu þorpssamfélagi í fjölmenningarsamfélag. Ég skil óttann við átök, kynþáttahyggju og erlend glæpagengi. En í alvöru talað; hvernig stafar íslenskri menningu hætta af innflytjendum?

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago