„Líkamlega líður mér mjög vel. Þetta er gott hús og ég get farið í sund. Það er ágætt að fara í sund en það bara leysir ekkert vandamál mitt.

Vandamálið er að líf mitt er búið að vera á pásu í mörg ár. Andlega líður mér eins og ég sé í fangelsi. Ég má ferðast um Ísland en það er ekki hægt ef maður á enga peninga, svo ég kemst ekki neitt. Ég má ekki vinna. Ég vil ekki vera upp á Rauða Krossinn kominn, mig langar að verða mér úti um menntun og vinna og eignast heimili. Mig langar að eignast konu og börn en það er ekki hægt því ég get hvenær sem er átt von á því að verða sendur til heimalands míns aftur. Ég vil ekkert fara þangað því það er hættulegt og ekkert nema vandamál og eymd. Ég þekki umhverfið ekki einu sinni lengur, það er allt í rúst þar og vinir mínir eru dánir. Þó að sé gott að vera á Íslandi er ég alltaf hræddur. Ég er minna hræddur en þar sem ég get búist við að sprengju sé kastað á bæinn en ég er samt hræddur. Að vera flóttamaður er eins og að vera fangi en ég hef ekki gert neitt af mér.

Ég reikna ekki með að fá hæli hérna því á fjórum árum hafa aðeins þrír flóttamenn úr þessum búðum fengið hæli á Íslandi en tugir verið sendir burt. Stundum er fólki hent úr landi með svo litlum fyrirvara að það nær ekki að kveðja vini sína. Þeir sem eru fæddir í Evrópu geta valið hvar þeir búa en ég má hvergi vera. Í orði kveðnu eru það mannréttindi að fá að leita hælis annarsstaðar ef maður er ekki öruggur heima hjá sér en það er bara í orði. Raunveruleikinn er sá að ef maður er ekki svo heppinn að fæðast á öruggum stað er stjórnvöldum annarra landa skítsama hvort maður lifir eða deyr.“

Við heimsóttum flóttamannabúðirnar í Reykjanesbæ í kvöld og töluðum m.a. við þennan ágæta mann sem hefur alla burði til að gleðja Skattmann og vinna íslensku samfélagi gagn. Hann er hræddur um að það geti flýtt fyrir endursendingu hans út í opinn dauðann ef hann kemur fram opinberlega og því get ég ekki gefið upp nafn hans og þjóðerni.

Í flóttamannabúðunum í Reykjanesbæ halda til um 45 manns. Hvort sem þeir hafa verið hér í 4 daga eða 4 ár, sofna þeir út frá sömu hugsun hvert einasta kvöld; hversu lengi?

———-

(Viðmælandi minn heitir Fatah. Hann var upphaflega frá Aghanistan en hafði lengst af verið flóttamaður í Íran,  var sendur til Íran nokkrum vikum síðar. Hann flúði þaðan til Pakistan. Sumarið 2011 var hann enn á flótta, ég hef ekki frétt af honum síðan.)

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago