Hugmynd í kollinum er gagnslaus

Margir virðast halda að það sé eitthvað merkilegt að fá hugmyndir. Þegar við opnuðum Nornabúðina á sínum tíma voru þó nokkuð margir sem höfðu samband með skilaboð á borð við:

‘Ég var nú reyndar búin að fá þessa hugmynd á undan ykkur’ eða ‘Þið stáluð hugmyndinni minni’.

Þetta var fólk sem hvorug okkar hafði séð áður og vorum ekki í aðstöðu til að stela einu eða frá og ekki veit ég til þess að nokkur þessara hugsuða hafi útfært hugmyndina á annan hátt eða gert neitt annað við hana. Það gerist líka reglulega að einhver hafi samband við mig með skilaboðin:’ég er með hugmynd fyrir þig’. Venjulega hugmyndir sem viðkomandi myndi aldrei leggja vinnu í að framkvæma og oftar en ekki afar ófrumlegar hugmyndir sem hundruð annarra hafa fengið á undan honum/henni. Ég er sjálf með helling af skemmtilegum hugmyndum en aldrei hefur neinn komið til mín og sagt ‘ég skal sjá um að fjármagna hugmyndir þínar og ýta þeim í framkvæmd’ enda er það miklu erfiðara en að fá hugmyndir.

Hið sanna er að góð hugmynd er einskis virði fyrr en búið er að ýta henni í framkvæmd. Sem er einmitt ástæðan fyrir því að það er ekki hægt að stela hugmyndum. Það er hugsanlega hægt að stela tækifærinu til að nýta hugmyndina, jafnvel uppskriftinni að því hvernig á að framkvæma hana en ekki hugmyndinni sem slíkri.

Allir fá sniðugar hugmyndir, allir gætu lifað á köllun sinni ef sköpunargáfa og ástríða skiptu einhverju máli. En það eru bara því miður þeir sem sjá um að skipuleggja og markaðssetja sem breyta heiminum. Þessvegna getur hver sá sem heldur að hann hafi merkilegar hugmyndir, annað hvort notað þær eða troðið þeim upp í *** á sér. Þær eru jafn vel geymdar þar og í kollinum.

Flestir eiga frábærar hugmyndir í kollinum
 
admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago