Ég hef gaman af orðum sem tákna tvennt ólíkt. Orðið ‘hljóð’ er sennilega undarlegasta orð íslenskunnar því það táknar í senn hávaða og þögn. Hvernig á að útskýra svona rugl fyrir nýbúum?

Það áhugaverðasta við orð með margar merkingar er þó það hvernig tungumálið afhjúpar viðhorf okkar. Vitur maður hefur bent á að það sé ekki tilviljun að lán táknar bæði gæfu og það að setja sig í skuldir enda hafa Íslendingar löngum litið á skuldsetningu sem gæfuspor. Annað orð sem kemur upp um frekar Íslendingslegt viðhorf er orðið ‘hóf’, sem stendur í senn fyrir gleðskap sem gjarnan einkennist af ofneyslu áfengra veiga og einnig það að halda hegðun sinni og neyslu innan skynsamlegra og geðfelldra marka. Sögnin ‘að vinna’ toppar svo bilunina, rétt eins og einhver sigur sé fólginn í því að slíta sér út.

Undanfarið hafa sagnirnar að hlýða og gegna verið mér einna hugleiknastar slíkra afhjúpunarorða. Sú fyrri merkir annarsvegar að hlusta og hinsvegar að fara að fyrirmælum yfirboðara. Sú síðari merkir að svara og um leið að fara að fyrirmælum yfirboðara. Þannig fela þessi orð í sér þá hugmynd að það að hlusta og svara jafngildi því að vera þeim þóknanlegur sem til manns talar. Eða kannski að þeir sem taka sínar eigin ákvarðanir séu vart viðræðuhæfir.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago