Sérkjör fyrir stóriðju koma ekki á óvart, hvort sem það er nú löglegt eður ei. Lög og siðferði skipta valdaklíkuna litlu máli þegar stórfyrirtæki eru annars vegar, hvað þá heilbrigð skynsemi.Ál hrapar í verði. Stoðir stóriðjunnar eru fallnar. Dæmið er rangt reiknað. Álfyrirtækin stefna í gjaldþrot og orkufyrirtækin berjast í bökkum. Ríkisstjórnin er sú óvinsælasta frá upphafi lýðveldisins og hefur bakað sér óvild og aðhlátur víða um heim. Nokkrir af verstu stóriðjugróðapungum landsins stríða við njálg, flatlús eða aðra óværu (það eina úr álögum mínum sem ég hef ekki fengið staðfest að hafi gengið eftir). Svo lagði ég á í nóvember í fyrra. Ég hef verið spurð að því hversvegna ég hafi ekki frekar galdrað umhverfissiðferði í ráðamenn en það eru takmörk fyrir því hvers konar kraftaverk er hægt er að fremja með göldrum. Það er einfaldlega óraunhæft að þau skrípi sem ráða hér lögum og lofum, sjái sóma sinn í því að láta af þessu stóriðjurugli.

Sagt er að maður eigi aldrei að trufla andstæðing sinn á meðan hann er að gera mistök en þegar mistökin koma niður á náttúru landins og komandi kynslóðum, þá hlýtur hugsandi fólk að reyna að stöðva þessa vitleysinga. Sem láta náttúrulega ekki ræðuhöld og bloggskrif stöðva sig og fáir hinna hugsandi hafa dug eða hugrekki til að ganga lengra.

Ég reikna með að múgmennið gyrði niður um sig af einskærum fögnuði. Kasti skít í Saving Iceland fyrir þá veiku andspyrnu sem við þó reynum að veita. Sjái fram á að ná í meiri péninga til að henda í kjaft Baugs og annarra útrásarloddara. Eflaust munu þeir öðlingar draga fram miklar birgðir af vaselíni sem kalla fram þakkartár á hvarmi guðjónsins.

Helguvík langt komin í ríkisstjórn

 

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago