Fyrir jólin hvatti aðgerðahópurinn ‘sveltum svínið’ almenning til að taka þátt í beinni aðgerð gagnvart Baugsveldinu á Þorláksmessu.Um 250 manns tilkynntu formlega að þeir hyggðust taka þátt í aðgerðinni. Nokkur afföll urðu af þeim hópi, oftast vegna tímaskorts en einnig segja nokkrir að þeir hafi ekki lagt í að fara einir og vekja hugsanlega eftirtekt. Sjálfsagt hafa einhverjir einnig tekið þátt án þess að tilkynna það sérstaklega. Allmargir hafa haft samband við mig og sagt mér að þótt þeir hafi ekki tekið beinan þátt í aðgerðinni, hafi þeir ákveðið að sniðganga verslanir Baugs héðan í frá og auðvitað voru margir byrjaðir á því löngu fyrir jól.

Þeir sem tóku beinan þátt virðast ekki hafa lent í neinum vandræðum. Einn gafst upp á að bíða í röð eftir að hafa fyllt körfu af ís og annarri frystivöru. Annar var svo mikið að flýta sér að hveiti- og sykurpokar rifnuðu þegar hann skellti þeim í körfuna, sem hann gleymdi svo í gangveginum. Einn  lagði sérstaka áherslu á að fylla körfu kryddglösum og öðrum smáhlutum. Margir lögðu kerrum hist og her og fundu þær bara ekki aftur og fóru því tómhentir út. Einn kom kjötvöru haganlega fyrir innan um ræstivörurnar og a.m.k. tveir uppgötvuðu þegar allar vörur voru komnar ofan í poka að veskið hafði gleymst heima.  Nokkrir dunduðu sér við að fjarlægja verðmerkingar og/eða endurraða í hillurnar en okkrir tugir létu sér nægja að ráfa um yfirfullar búðirnar og skoða og hægja þannig á afgreiðslu.

Það góða við aðgerð á borð við ‘sveltum svínið’ er að slíkar aðgerðir má stunda alla daga ársins, á öllum helstu þéttbýlisstöðum landsins og allir geta tekið þátt. Veikleikinn er hinsvegar sá að fólk virðist síður tilbúið til að taka þátt í aðgerð ef það hefur ekki sterkan og áberandi hóp með sér. Það er því tilvalið að fylgja Þorláksmessuaðgerðinni eftir með beinum aðgerðum stórra hópa, á dögum sem búast má við mikilli verslun en einkennast þó ekki af alveg sama annríkinu og Þorláksmessa.

Ég hvet fólk auðvitað til að sniðganga Baug en einnig til að mynda aðgerðahópa sem hafa það að markmiði að koma beinu höggi á Baugsveldið. Þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í fjöldaaðgerðum gegn Baugi, t.d. aðgerðum á borð við Þorláksmessuaðgerðina og hópum sem hafa áhuga á samræmdum aðgerðum um allt land, er velkomið að hafa samband við mig ef ég get eitthvað aðstoðað eða veitt upplýsingar og mér þætti einnig gaman að fá að fylgjast með því sem aðrir eru að gera til að losna við Baugsveldið.

Leita ráðgjafar vegna Baugs

 

 

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago