Áframhaldandi aðgerðir og skipulegri en áður

Nú er verið að undirbúa námskeið í beinum aðgerðum og borgaralegri óhlýðni, bæði fyrir þátttakendur og stuðningsmenn. Áhugasamir setji sig í samband við mig sem fyrst.Sumir hafa spurt undrandi hvort þurfi virkilega að kenna fólki óþekkt og já, mér sýnist nú svona að flestir séu öllu hlýðnari á fullorðinsárum en þeir voru sem börn.
Svona án gríns, það þarf í sjálfu sér ekki námskeið til að óhlýðnast en margir eru ómeðvitaðir um hluti sem geta ógnað öryggi þeirra og/eða annarra og ótrúlega margir gera ekki greinarmun á borgaralegri óhlýðni og geðþóttaafbrotum.Fólk þarf að hafa á hreinu hvaða afleiðingar það getur haft að taka þátt í aðgerðum sem eru á gráu svæði gagnvart lögunum og að læra að bregðast rétt við afskiptum lögreglu, andstæðingum sem reyna að snapa fæting, harklegri gagnrýni og höfnun vina og ættingja. Aktivistar þurfa að læra að taka á eigin ótta og fordómum, þeir þurfa að læra á sérstakt fundakerfi og margt fleira.

Í dag ætlar fólk úr mörgum hreyfingum að hittast við Stjórnarráðið kl 13:30 og láta þá sem sitja kryddsíldarfundinn vita að almenningur er ekkert þagnaður. Ég hvet alla til að mæta.

Upp úr áramótum ætlar svo aðgerðahópurinn ‘sveltum svínið’ að fara í skipulegar aðgerðir gegn Baugsveldinu. Þeir sem ekki hafa fengið boð um fyrsta aðgerðafund hópsins á árinu en vilja vera með, ættu að hafa samband við mig í dag eða á morgun.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago