Ef er miðað beint í augun á fólki, ef gleraugu eru rifin af því svo sé auðveldara að úða beint í augu, ef maður sem stendur upp við vegg og fylgist með aðgerðum er laminn harkalega í fótleggi með kylfu, táragasi er beitt EFTIR að mótmælendur sjálfir eru búnir að ná tökum á áflogahundum, þá heita það ekki mistök, heldur ofbeldi.

Ég ætlaði mér reyndar að hætta að leggja nafn mitt og andlit við ákveðnar aðgerðir en eftir viðbjóðinn sem ég hef orðið vitni að og frétt af síðustu daga, finnst mér nauðsynlegt að grípa til aðgerðar sem einhver verður að taka persónulega ábyrgð á. Því tilkynnist hér með þeim sem hafa orðið fyrir, eða orðið vitni að lögregluofbeldi tengdu mótmælum vikunnar eða verða fyrir slíku á næstu dögum og vikum, og vilja ná fram réttlæti:

Ef þið hafið ekki náð lögreglunúmeri (af einhverjum ástæðum er nokkuð um að lögreglumenn beri ekki númer eða hylji þau og neiti að gefa þau upp) eða sjáið af öðrum ástæðum fram á að kæru verði vísað frá, skrifið þá nákvæma skýrslu um atburðinn, safnið saman vitnisburðum, myndum og öllu öðru sem kynni að styðja mál ykkar. Sendið mér þessi gögn og ég sé um að koma þeim til aðgerðahóps sem vill leggja fram sameiginlega kæru til að knýja fram rannsókn á því hvort lögreglan sem stofnun, fremur en einstaka lögregluþjónar, hafi brugðist.

Ef ekkert kemur út úr því og ekki verður séð fram á að neitt réttlæti náist, mun ég leita samþykkis þeirra sem í hlut eiga, til að fá að leggja málin í hendur dómstóls götunnar. Komi til þess, gæti farið svo að myndir, nöfn og aðrar persónulegar upplýsingar um ofbeldishunda lögreglunnar verði gerðar opinberar. Það yrði þó neyðarrúrræði og ekki gert nema í samráði við þolendur.

Afbrotamenn í götubardaga
admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago