Það er óneitanlega af manni dregið eftir meira en þriggja daga mótmælamaraþon sem hófst aðfaranótt þriðjudags með því að anarkistakórinn hélt æfingu á prógrammi sínu af pólitískum vögguvísum framan við heimili nokkurra ráðherra. Nú bíð ég spennt eftir yfirlýsingu frá Geir. Annaðhvort er ríkisstjórnin búin að gefast upp eða þá að við getum búist við að löggan fái loksins ástæðu til að beita gasi. Þeir hafa beitt bæði piparúða og táragasi að óþörfu hingað til.

Ég bar appelsínugulan borða í gær og hvet fólk sem ekki tekur þátt í ofbeldi eða styður það líka til að bera appelsínugulan borða. Ég skil reyndar ekki alveg þessa væmni gagnvart löggunni, lít alls ekki á lögregluna sem samherja mína enda er það lögreglan sem stendur í vegi fyrir breytingum og það er lögreglan sem beitir mig og aðra mótmælendur ofbeldi. Ég grýti samt ekki óvini mína, get ekki varið slíkar aðgerðir og vil í lengstu lög komast hjá slysum á fólki. Þessvegna ber ég appelsínugulan borða, en ekki af því að ég sé vinur löggufantanna sem rífa gleraugu af fólki til að geta örugglega úðað beint upp í augun á því, eru reiðubúnir til að beita ofbeldi eftir skipun, og þáðu þ.a.l. ekki appelsínugulan borða í gær.

Eitt samt ef Geir skyldi gaefa okkur tilefni til að spýta í lófana. Pólitískar aðgerðir krefjast þess að fólk hugsi rökrétt. Mótmæli og drykkjuskapur fara því illa saman og geta haft mikla hættu í för með sér. Ég hvet alla til að hafa þetta í huga og hætta aðgerðum snemma um helgina því götupartý geta auðveldlega leitt til stórslysa ef drukkið fólk í gremjukasti fer að drífa að. Notum frekar kvöldin til að skemmta okkur, hvílast og skipuleggja byltingu. Við getum alveg eins framkvæmt hana á mánudag.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago