Eftir þennan ömurlega fund á Lækjartorgi í dag, er ég búin að fá staðfestingu á því hverskonar roðhænsn það eru sem standa fyrir þessu. Ekki var minnst einu orði á hrottaskapinn sem lögreglan hefur sýnt af sér síðustu daga og auk þess var þessum fundi beint sérstaklega gegn grímuklæddu fólki.

Svo kaldhæðnislegt sem það nú er þá voru það aðgerðasinnar, sem oft bera grímur í aðgerðum, sem gengust fyrir því að mynda skjaldborg um lögguna þegar einhverjir tóku upp á að grýta þá við Stjórnarráðið. Það var aðgerðasinni sem tók fyrir það að kastað væri að þeim kínverjum við Alþingishúsið og það var einn af þessum grímumönnum sem fékk fólk til að setjast niður þegar grjótkast var farið í gang aðfaranótt fimmtudagsins. Það er grímuliðið sem hjálpar þeim sem verða fyrir lögregluofbeldi og það var grímuklætt fólk sem stöðvaði hóp ungra manna í að ráðast á lögguna með brotnum flöskum á fimmtudagskvöldið. Svo leyfa þessar friðrembur sér að beina mótmælum gegn ofbeldi að okkur.

Ekki nóg með það, heldur leggur þetta pakk að jöfnu að fara inn í opinberar byggingar í leyfisleysi, kveikja bál á Austurvelli og kasta gangstéttarhellu í lögreglumann. Þetta er allt flokkað sem ofbeldi!

Sem betur fer er greinilegt að langflestir þessara sus manna og löggufjölskyldna sem mættu á Lækjartorg í dag eru algerlega óvanir mótmælaaðgerðum og ég sá ekki eitt einasta andlit sem ég þekkti (öll andlitin sem ég þekki voru á bak við grímur). Vonandi eru flestir þeirra sem auðkenna sig með appelsínugulu raunverulega á móti ofbeldi og ég hef ekki áhyggjur af því að þessir hræsnarar sem stóðu að þessum fundi muni þvælast fyrir okkur. Nema náttúrulega löggan. Hún er alltaf fyrirstaða. Eina fyrirstaðan.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago