Tveir þeirra sem handteknir voru höfðu unnið þá ósvinnu að brenna hið helga tákn kúgunar og stríðreksturs, sjálfan fána NATO.Og hversvegna ætli hernaðarandstæðingar vilji Ísland úr Nató og taka fyrir fundahöld á þeirra vegum hér á landi? Eru þetta ekki vinir okkar sem eiga að verja okkur ef einhver ræðst á okkur?

Sjáið nú til. Nato er hernaðarbandalag vestrænna ríkja. Það er ekki kennt í grunnskólanum, en vestræn ríki, hinn svokallaði fyrsti heimur, eru gömlu nýlenduríkin. Ríkin sem rúðu restina af heiminum inn að skinni og viðhalda enn valdi sínu með efnahagslegu ofbeldi og ríkisreknum hernaði. Meira og minna allur hernaður og átök í heiminum í dag á rætur að rekja til nýlendustefnunnar sem aldrei dó í raun og er viðhaldið af vestrænum bandalögum, bæði óformlegum og formlegum. Þeirra stærst og hættulegast er NATO, og það bandalag verður að brjóta til grunna. Skref í áttina að því að gera það brottrækt af Íslandi og það verk munu stjórnmálamenn, sama hverjir þeir eru, ALDREI vinna.

Ráðstefnan hefur verið kynnt sem umræða um viðbrögð við hnattrænni hlýnun, sem á að verulegu leyti rætur sínar að rekja til stóriðju í þágu hergagnaframleiðslu. Það er þó engin von til þess að niðurstaðan verði sú að draga beri úr þeim iðanaði. Þegar upp er staðið er megintilgangur ráðstefnunnar sá að réttlæta áframhaldandi umsvif Nató á Íslandi og stækka Varnarmálastofnun, sem engin þörf ætti að vera fyrir hjá þjóð sem heldur frið við aðra.

Ég bendi þeim sem áhuga hafa á því að kynna sér kostnaðinn við samstarf okkar í gær á þennan hlekk.

Sex voru handteknir
admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago