Eiga lauslátir karlar að njóta mannréttinda?

Enn einu sinni er flóttamanni vísað úr landi án þess að mál hans hafi fengið fullnægjandi umfjöllun hjá Útlendingastofnun og /eða dómstólum.

Og enn einu sinni dæmir almenningur manninn á umræðukerfum vefmiðlanna án þess að hafa neinar upplýsingar um það nema úr blöðunum og breytir engu um sleggjudómagleðina þótt þær upplýsingar séu mjög misvísandi.

Fram hefur komið að maðurinn var stoppaður á Íslandi á leið sinni til Kanada en þangað vildi hann fara til þess að vera með kærustunni sinni. Hann er kyrrsettur og aðeins tveimur árum síðar er hann svo kominn með íslenska kærustu. Greinilega ekki til tryggð í þessum Afríkubarbörum. Ekki nóg með það heldur staðhæfir þriðja konan að hún beri barn hans undir belti. Það hlýtur að vera hverjum manni ljóst að eina markmið mannsins með þessu heimshornaflakki er að dreifa sæði sínu um allar jarðir. Svona gosar verðskulda ekki að njóta mannréttinda.

Og enn einu sinni finnst mér ástæða til að árétta: mannréttindi voru ekki fundin upp fyrir góða fólkið heldur fyrir þá sem að mati yfirvalda og almennings eru úrhrök og/eða ógn við ríkjandi skipulag. Mannréttindi eru ekki bundin skilyrðum heldur eru þau réttindi hvers einasta manns til lífs, öryggis, frelsis og mannlegrar reisnar; réttindi sem ekki eiga að sæta neinum takmörkunum nema á grundvelli sanngjarnrar málsmeðferðar.

Yfirvöld hafa ekki leyfi til þess að skerða til langs tíma rétt fólks til samvista við börn sín og maka nema fyrir liggi úrskurður dómstóla. Ekki einu sinni þótt maðurinn sofi hjá nýrri konu á hverju einasta ári. Það einstaka uppátæki innanríkisráðuneytisins að leka persónulegum upplýsingum í fjölmiðla er svo efni í langa grein og reyndar mál sem ætti hiklaust að vísa til mannréttindadómstóla.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago