Óttar hefur lagt eftirfarandi spurningu fyrir vinnufélaga sína og nokkra aðra:

Ef þú værir fangi og ættir að sæta hópnauðgun og öðrum misþyrmingum en mættir velja um það hvort kvalarar þínir væru amerískir eða arabískir, hvort þætti þér þá bærilegra?

Hver einasti þeirra sem enn hafa svarað þessari spurningu telja að það hljóti að vera illskárra að verða fyrir þesskonar meðferð af hálfu Ameríkana en araba. Svo er bara spurningin hvaða ályktanir megi draga af þessum svörum. Kannski er skýringin að einhverju leyti sú að við treystum við bandarísku réttarkerfi betur en réttarkerfum framandi menningarsvæða en þeir sem svara virðast yfirleitt ekki hafa það í huga heldur tilfinningalega upplifun af því að verða fyrir ofbeldi. Bendir þetta ekki bara til fordóma, að við teljum araba grimmari eða óhreinni en bandaríska hermenn?

Ég hef reyndar bara heyrt svör karlmanna við þessu ennþá. Það verður fróðlegt að sjá hvort konur hafa aðra afstöðu. Sjálf myndi ég velja arabíska ofbeldismenn, hiklaust, af því að ég hef á tilfinningunni að þeir séu ekki eins líkamlega sterkir og Kaninn. Sem skiptir náttúrulega engu máli þegar um er að ræða hóp manna. Val mitt leiðir þannig í ljós mína eigin fordóma um líkamlegt atgervi ameríkana og araba. Sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að bæði arabar og Ameríkanar eru afskaplega stórir hópar og margir kynþættir sem þeim tilheyra. Ég sé Bandaríkjamanninn fyrir mér hvítan, myndarlegan, stóran og sterkan en arabann grannholda, brúnleitan á hörund og lítið hærri í loftinu en mig sjálfa. Og með vefjarhött.

 

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago