Fráleitt ólögmæt handtaka

Nei þetta var ekki lögmæt handtaka. Það er heimild fyrir því í lögum að handtaka fólk ef það hefur ekki sinnt boðun í afplánun. Hann SINNTI þeirri boðun árið 2007 en var hent út á 5. degi. Það er ekkert í lögum sem heimilar að fólk sem þegar hefur hafið afplánun sé hirt upp fyrirvaralaust. Hann hefur enga boðun fengið út af þessu máli síðan. Lögreglan veit mæta vel hvar hann er að finna og hvernig er hægt að koma til hans boðum og þeir hafa ekki verið í neinum vandræðum með það hingað til. Fullyrðingar um að hann hafi verið eftirlýstur og því hefði hann verið handtekinn hvar sem til hans bæðist eru út í hött. Hann hefði þá verið handtekinn fyrr, nema þessi eftirlýsing hafi einmitt verið gefin út daginn fyrir stóran mótmælafund en það væri merkileg tilviljun.

Lögum samkvæmt má líka handtaka fólk og stinga því inn ef það brýtur aftur af sér áður en afplánun hefst. Þeim lögum er ætlað að hindra að hættulegt fólk gangi laust. Þessu lagaákvæði er t.d. beitt gagnvart mönnum eins og Steingrími Njálssyni. Það er hrein og klár misbeiting á lögunum að bera þetta ákvæði fyrir sig, auk þess sem afplánun hafði þegar hafist en var rofin af frumkvæði og skipan fangelsisyfirvalda -og í óþökk Hauks sem hafði fengið sig lausan úr vinnu til að taka dóminn út í einu lagi.

Það segir sig sjálft að ef þessar aðfarir standast lög, þá væri fangelsisyfirvöldum stætt á því að eyðileggja líf fólks sem hefur fengið á sig smádóma. Þannig væri t.d. hægt að nota 18 daga fangelsisdóm þannig að maður væri handtekinn um hádegi á mánudag, hleypt út um hádegi á þriðjudag, handtekinn fyrirvaralaust 3 vikum síðar og látinn sitja inni í 1-2 daga, hent þá út aftur, hirtur upp án viðvörunar hálfum mánuði síðar… Dettur einhverjum heilvita manni í hug að þessum  lagaheimilidum sé ætlað að bjóða upp á þess háttar meðferð?

(Haukur fór síðar í mál. Honum voru dæmdar bætur vegna brots á meðalhófsreglu.)
admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago