Jón Kjartan spyr hversvegna sumir anarkistar hylji andlit sín við mótmælaaðgerðir eða þegar þeir komi fram sem forsvarsmenn aðgerða.

Aðal hugmyndin á bak við það að hylja andlit sitt sú að draga úr líkunum á því að tiltekin andlit séu tengd við ákveðna hugmyndafræði eða ákveðnar aðgerðir eða jafnvel að fólk fái meiri áhuga á einstaklingnum en því sem hann er að berjast fyrir. Hver mannsbarn þekkir t.d. andlit Che Guevara, hins vegar eru mun færri sem þekkja þá hugmyndafræði sem hann aðhylltist. Einnig er hætta á því að þegar ákveðið fólk verður áberandi í starfi grasrótarheyfinga þá dæmi almenningur allt sem sú hreyfing gerir og segir út frá fáum einstaklingum. Þannig býður ‘andlit byltingarinnar’ bæði upp á fordóma gagnvart heilli hreyfingu og einnig persónudýrkun, en fátt er anarkistum verr að skapi.

Ég skil þessi sjónarmið og virði þau enda þótt ég hafi litla trú á að andlitsleysið virki. Ég held að fólk muni alltaf finna andlit á skoðanir og aðgerðir.

Önnur ástæða til að fela andlit sitt er sú að fólk getur lent í vandræðum eða minni háttar böggi þegar það tekur þátt í beinum aðgerðum sem geta verið á gráu svæði gagnvart lögum. Það er auðveldara að hindra aðgerðir ef fylgst er náið með ákveðnu fólki og lögreglan á það til að angra þekkt fólk eða jafnvel handtaka það án góðrar ástæðu. Þessvegna getur verið sterkur leikur að allir sem taka þátt í aðgerðinni séu illþekkjanlegir.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago