Öskra, félag byltingarsinnaðra stúdenta, hélt á tímabili úti einhverri skemmtilegustu vefsíðu Íslandssögunnar.

Eitt uppátækja Öskruliða var að birta á síðunni þekktar auglýsingar með nýjum textum. Tilgangurinn var pólitísk ádeila á fyrirtækin og þá einstaklinga sem leyfa auðvaldinu að nota nöfn sín og andlit í þeim tilgangi að græða meira og styrkja þannig völd sín og ítök í efnahagslífi og stjórnmálum.

Uppátækið kvað vera alveg ofboðslega ólöglegt (gott ef það stangaðist ekki á við höfundarréttarlög) og Öskru var hótað málsókn ef auglýsingarnar yrðu ekki fjarlægðar af síðunni. Aðstandendur síðunnar skeyttu því engu en ekkert hefur þó bólað á málsókn enn svo mér sé kunnugt.

Ég er ekki lögfróð en því skal ég vel trúa að það sé ólöglegt að nota andlit og nöfn fólks í auglýsingaskyni án samráðs við það. Mér þætti það allavega eðlilegt, þótt ég hafi svoem alveg húmor fyrir þessu ómekklega framtaki Öskruliða (enda voru þau að deila á fyrirbæri sem er 100 sinnum ósmekklegra.) Ég reikna t.d. með að Sláturfélag Suðurlands hafi í það minnsta spurt Björk Guðmundsdóttur álits (sennilega gaukað að henni einhverjum smápening líka) áður en teiknimynd af henni var notuð til að telja alþýðu manna á Íslandi trú um að það væri sérdeilis þjóðlegt að borða SS pylsur.

Ef er ekki beinlínis kolólöglegt að nota andlit annarra í þeim tilgangi að selja vöru, án samþykkis viðkomandi, þá er það í öllu falli siðferðilega umdeilanlegt svo ekki sé meira sagt. Það gildir einnig um teikningar. Réttur listamanna til að nota þekkt andlit til að koma á framfæri pólitískri ádeili, virðist þó ekkert vera ólöglegur eða umdeildur, NEMA þegar listamaðurinn kennir sig við róttækar stjórnmálastefnur og notar ljósmyndir í stað teikninga.

Má skopmyndateiknari nota mynd af Björk Guðmundsdóttur í auglýsingu án hennar samþykkis?
Má skopmyndateiknari nota mynd af Siv Friðleifsdóttur til að koma pólitískum skoðunum á framfæri,án hennar samþykkis?

Ég ræddi þetta við fjölskyldu mína í gær og sú skoðun var ríkjandi að það væri sjúkt og rangt að nota myndir í því skyni að græða á þeim, án samþykkis viðfangsins. En kannski er þetta ekki alveg svona einfalt.. Mágur minn benti á að hugsanlega hefði fjöldi manns keypt Moggann, bara út á mellumyndina af Siv. Auk þess er listamaðurinn á launum og vitanlega auglýsir hann sjálfan sig með hverri mynd sem hann birtir.

Má Öskra nota ljósmynd af Dr Gunna til að auglýsa skoðanir sínar? Hvað ef ljósmyndin er ekki varin af höfunarréttarlögum? Ef ég hef náð ljósmynd af Dr. Gunna, má ég þá nota hana í auglýsingu? Ef ég næ mynd af Siv Friðleifsdóttur að gúlla í SS pylsu, má ég þá nota þá mynd til að lýsa andúð minni á því fyrirtæki, án samráðs við hana? Má ég teikna slíka mynd og nota hana til að auglýsa pylsur eða snýst þetta um það hvort líkur séu á að ég hafi tekjur af myndinni?

Þegar allt kemur til alls finnst mér töluvert ósmekklegri tegund vændis að auglýsa pylsur með því að höfða til þjóðernishyggju en að falbjóða sig á götuhorni. Ég efast þó um að það færi verulega fyrir brjóstið á sauðmúgangum þótt hún Siv lýsti því yfir að Íslendingar borði SS pylsur, svo fremi sem hún héldi brókunum upp um sig.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago