Arabar berja konur og börn – óþægileg staðreynd

Ég hef ekki verulegar áhyggjur af því að Kínverjar, Íranar, Indverjar muni skaða íslenska menningu. Mér finnst það heimskulegt viðhorf að allir sem eru með handklæði á hausnum, hljóti að vera hryðjuverkamenn. Ég álít það skyldu okkar sem þjóðar að skjóta skjólshúsi yfir einhverja þeirra sem eru ofsóttir vegna skoðana sinna eða njóta ekki öryggis í heimalandi sínu.

Ég vil endilega að útlendingar séu velkomnir hingað en engu að síður þarf að standa skynsamlega að innflutningi fólks frá ólíkum menningarheimum. Við þurfum að viðurkenna menningarmun og gera upp við okkur hvað við getum fellt okkur við og hvað ekki. Við getum reiknað með að þeir sem hafa alist upp í löndum þar sem tíðkast að grýta fólk til bana fyrir kynhegðun sem fellur ekki í kramið hjá yfirvöldum eða handarhöggva þjófa, líti á það sem sjálfsagt og eðlilegt að menn berji fjölskyldur sínar til hlýðni. Á sama hátt má gera ráð fyrir að fólk frá ríkjum þar sem ölvunarakstur þykir ekki tiltökumál, muni halda áfram að aka undir áhrifum, sem það og gerir.

Mér finnst fáránlegt að reyna að gera Afgana að Íslendingum bara af því að þeir vilji búa hér en það hlýtur þó að teljast sanngjörn krafa að sá sem flytur til annars lands til þess að njóta verndar gegn ofbeldi, stríði eða fátækt, leysi sjálfur ágreiningsmál án þess að beita hnefaréttinum. Menningarmunur og trúarbrögð eru engin rök fyrir því að slá af kröfum um að ALLIR í okkar samfélagi eigi rétt á að lifa við öryggi, líka arabakonur og indversk börn.

Ég hef samt enga ´trú á að sé nóg að segja það. Ef marka má þjóðarsálina á útvarpi Sögu og Moggablogginu er nokkuð stór hluta Íslendinga sem virðist skorta hæfni til að skilja hvað er svona slæmt við að vera flóttamaður. Ég hefði haldið að það væri augljóst en það eru greinilega einhverjir sem þurfa virkilega útskýringu á því. Þar sem ekkert sérstakt bendir til þess að Íslendingar séu öðrum þjóðum heimskari, getum við gert ráð fyrir því að á sama hátt sé nokkuð um að fólk frá ólíkum menningarsvæðum, átti sig ekki á því augljósa, að heimilisofbeldi, kvennakúgun og ærumorð séu ekki góð hugmynd.

Við getum barið hausnum við steininn og talið sjálfum okkur trú um að besta leiðin til að komast hjá því að hér rísi hverfi innflytjenda sem hafa siðferðishugmyndir sem við getum ekki samþykkt, sé sú að hindra að útlendingar flytji til Íslands. Það er nú samt svo að hvort sem við höfum samúð með flóttamönnum eða ekki, þá er þróunin í þá átt að opna landamæri og það mun líka gerast hér. Það eina sem hefst upp úr þeirri hörðu innflytjendastefnu sem við fylgjum er það að við frestum erfiðleikunum sem fylgja óhjákvæmilega mörgum innflytjendum og sendum óþarflega margt fólk í óviðunandi aðstæður. Við getum stungið hausnum í sandinn en það kemur aftan að okkur. Að öllu óbreyttu munum við ganga í gegnum sama ferli og aðrir Norðurlandabúar, glíma við sama kynþáttahatrið og sömu árekstrana. Ég vildi frekar að við hefðum hugrekki til að viðurkenna óþægilegar staðreyndir, eins og t.d. þá að arabar berja konurnar sínar. Ef þetta volaða alþingi okkar hefði hugrekki til að ræða mál innflytjenda af hispursleysi, gætum við tekið upp fyrirbyggjandi aðgerðir. Við ættum frekar en að loka á fólk í nauðum, að búa okkur undir að gera innflytjendum skiljanlegt hvaða kröfur við gerum og hvernig við ætlum að bregðast við þeim sem ekki virða þær.

 

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago