Eða vantar okkur kannski fleiri?

 Í gær hitti ég fóttamann frá Kúrdistan sem er í þeirri sérkennilegu stöðu að vilja ekkert frekar en að komast burt frá Íslandi. Hann talar litla ensku en ef ég hef skilið hann rétt er saga hans á þessa leið:

Hann fór frá Kúrdistan til að koma sér undan því að gegna herþjónustu og hefur nú verið hér í tæpa 7 mánuði. Skömmu eftir að hann kom hingað var lögum um herskyldu í Kúrdistan breytt og nú er hægt að kaupa sig frá henni. Hann er orðinn hundleiður á því að hanga atvinnulaus á Íslandi og saknar konunnar sinnar, hann vill fara heim. Málið er að hann er peningalaus en má ekki vinna til þess að geta keypt flugmiða. Auk þess er passinn hans í gíslingu lögreglunnar. Hann býr uppi á velli og þarf klukkutíma göngutúr til þess að komast í mat í hinum hluta bæjarins. Hann segist fá þau svör frá lögreglu og útlendingastofnun að ef hann geti sýnt flugmiða, þá faí hann vegabréfið sitt afhent.

Ég veit ekki hvort það er íslenska ríkið eða Rauði krossinn sem heldur þessum manni uppi en ekki skil ég þetta fyrirkomulag. Hér eru tugir manna sem vilja ólmir fá að vera hér. Maður hefði haldið að það væri mikið fagnaðarefni ef einum þeirra snýst hugur og vill fara. Það er ekki mikil skynsemi í því að kosta uppihald manns í marga mánuði en neita að splæsa á hann 35 þús króna flugmiða. Hver er tilgangurinn með því að halda honum uppi hér? Og af hverju fær hann ekki vegabréfið sitt? Er hann grunaður um glæp? Ef svo er ætti hann rétt á að fá að vita hvað hann er ákærður fyrir og hann ætti rétt á að fá lögmann og túlk.

Í alvöru talað, hverskonar eiginlega rugl er í gangi hérna?

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago