Andverðleikasamfélagið ári síðar

Gaur fær vinnu út á það að koma vel fyrir og standa sig vel í viðtölum. Hann er að vísu nátengdur einkavinavæðingunni en það er nú ekki mínus (líklega bara plús ef eitthvað er) og svo er hann Framsóknarmaður en það skiptir auðvitað engu máli heldur. Ekki hefur komið fram hvað hann hefur til brunns að bera sem aðrir umsækjendur hafa ekki.

Gaman væri að vita hvað það var sem Páll sagði eða gerði í viðtölum sem sló svona rækilega í gegn. Ekki hefur tíminn farið í að útskýra hvernig menntun hans og reynsla kemur að gagni í starfi. Hvað gerði hann sem hinir klikkuðu á? Fór hann með gamanmál? Eða þykir hann bara svona sætur?

Þegar Einar Steingrímsson skilgreindi Ísland sem „andverðleikasamfélag“ í sjónvarpi, hélt ég fyrst að einhver myndi gagnrýna það mat hans harðlega. En það hefur ekki gerst. Þvert á móti kinkaði þjóðin bara kolli, rétt eins og loksins hefði verið orðað það sem allir vissu svosem. Svo rækilega gekk þessi hugmynd í þjóðarsálina að nú réttu ári síðar gefur gúggull upp 633 leitarniðurstöður ef orðið eitt og sér er slegið inn. Ég hef enn ekki séð nokkurn mann mótmæla því að Ísland sé andverðleikasamfélag en því miður hef ég heldur ekki orðið vör við neinar alvöru umræður á alþingi um það hvort ástæða sé til að hverfa frá þeirri pólitík. Ég hef séð harða gagnrýni á fullyrðingar um að Íslendingar séu „kristin þjóð“, „harðdugleg þjóð“, „frumkvöðlasamfélag“ og jafnvel sú hugmynd að við séum „bókmenntaþjóð“ hefur verið dregin í efa. En „andverðleikasamfélag“, nei það efast enginn um.

Ísland er semsagt andverðleikasamfélag. Um það er ekki deilt. Menn virðast hinsvegar bara líta á það sem nokkuð eðlilegt ástand. Eða kannski frekar sjálfsagt mál. Íslendingar tala íslensku, borða SS-pylsur, þekkja 13 jólasveina og ráða frændur sína og pólitíska samherja í áhrifastöður. Það er bara hluti af menningunni.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago