Menntskælingur tekur viðtal við glamúrbófa og allt verður vitlaust. Skólameistari biðst afsökunar og menn henda á milli sín hugmyndum um að ritskoða þurfi framhaldsskólablöð. Menn spyrja hvort börnin séu gengin af göflunum.

Jájá, krakkabörnin alast upp við fjölmiðla sem einkennast af:

-Kranablaðamennsku, þ.a. einhliða umfjöllun þar blaðamaðurinn hefur hvaða fimbulfamb sem er eftir viðmælendum sínum án þess að kafa neitt dýpra í málið.

-Viðtalablaðamennsku. Kannski er til betra orð um það í fræðunum en ég á við þá aðferð að láta fulltrúa andstæðra viðhorfa tala en kanna ekkert sannleiksgildi þess sem þeir segja. Lesandinn/áheyrandinn er skilinn eftir í lausu lofti, sem hlýtur að leiða til þess að hann myndar sér skoðun út frá því hvor viðmælandinn kemur betur fyrir, er meira aðlaðandi eða nær honum hvað varðar pólitíska sannfæringu eða jafnvel stéttarstöðu.

-Málfari sem er svo ömurlegt að maður gæti haldið að markmiðið væri að hæðast að nýbúum.

-Þeirri hugmynd að rannsóknarblaðamennska felist í því að fylgja löggunni í húsleitaraðgerðir, birta viðkvæmar persónuupplýsingar án þess að það þjóni neinum almannahagsmunum og brjóta á ýmsan annan hátt gegn friðhelgi fólks.

-Vinsældalistum þar sem mest lesnu fréttirnar eru einatt útvötnuð hneykslismál og stjörnuklám sem hefur hverfandi áhrif á líf lesenda og kemur þeim sjaldnast við.

-Glamúrvæðingu fólks sem margir sjá sem holdgervinga ofbeldis, yfirborðsmennsku, kvenfyrirlitningar og staðlaðra kynjaímynda.
Já það er von að fólk hneykslist þegar ungdómurinn gerir nákvæmlega það sem fyrir honum er haft. Rökrétta leiðin til að spyrna gegn bófadýrkun hlýtur að vera sú að takmarka ritfrelsi unglinga, allavega kemur ekki til greina að fullorðnir blaðamenn taki að sér að vera ungviðinu góð fyrirmynd. DV notar náttúrulega tækifærið til að runkast á þessu „hneyksli“ enda hafa markaðslögmálin jafnan verið sómakenndinni yfirsterkari þar á bæ og það kæmi mér ekki á óvart þótt að bleikt.is ætti einnig eftir að fjalla um málið með þeirri fagmennsku sem einkennir þann miðil.

Ég hef hinsvegar fulla trú á því að fyrr frjósi í Helvíti en að ábyrgðarmenn þessara sömu miðla læri að skammast sín fyrir ritstjórnarstefnu sína.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago