Endur fyrir löngu lagði Hnakkus fram ágæt dæmi um birtingarmyndir kynþáttahyggju í daglegu lífi

Ég vil bæta aðeins við þessa ágætu upptalningu. Þú veist að þú ert rasisti:

-Ef þér líður eins og þú hafir tapað í spilum undir fréttum af því að palestínsku flóttakonurnar á Akranesi hafa, þvert á spár frjálslynda flokksins, náð að fóta sig í samfélaginu og funkera bara ágætlega.

-Ef þú talar með andúð um grýtingar, ærumorð og nauðungarhjónabönd en neitar svo að veita fólki sem flýr slíkar samfélagsaðstæður skjól.

-Ef þér finnst þú hafa rétt til að krefjast þess að starfsfólk á indversku veitingahúsi tali íslensku.

-Ef þér finnst þér koma mataræði og klæðaburður innflytjenda við.

-Ef þér finnst sjokkerandi tilhugsun að eignast asískt tengdabarn.

-Ef þú er mótfallinn því að aðstoða fórnarlömb náttúruhamfara, hungurs og styrjalda af því að við eigum sjálf svo ógurlega bágt.

-Ef þú reiknar með því að flóttamenn séu glæpamenn þar til annað kemur í ljós.

-Ef þú fordæmir hryðjuverk muslima en styður gengdarlausan hernað Nató og Bandaríkjanna í löndum þeirra.

Og þú veist að það yrði lítill missir af þér úr samfélagsumræðunni ef þú hefur meiri áhyggjur af hárgreiðslu Jóns Gnarr en mannfjandsamlegum viðhorfum Guðmundar Franklin.

 

 

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago