Hún sker mann hreinlega í hjartað myndin á bls. 13.

 

Örvænting þessara kvöldu manna er komin á það stig að þeir eru farnir að auglýsa í blöðunum til að reyna að vekja athygli almennings á skelfilegri líðan sinni. Ég sé ekki annað en að einu rökréttu viðbrögðin við þessu neyðarkalli séu þau að uppræta þetta andstyggilega starf með öllu enda er þetta sá veruleiki sem við okkur blasir.

Persónuleg kynni mín af lögregluþrælum sanna aukinheldur að þeir eru upp til hópa menn með brotna sjálfsmynd sem leiddust út í þennan hrylling af einskæru sjálfsvirðingarleysi.

Ég legg til að þegar í stað verði komið á lögguathvörfum, þar sem menn sem vilja komast út úr þessum mannskemmandi og ofbeldisfullu aðstæðum, geta fengið faglega aðstoð til að hætta og byggja upp nýja sjálfsmynd.

Sumir kunna að halda því fram að hér séu á ferð hugsjónamenn eða spennufíklar sem eru tilbúnir til að taka áhættu, að sumir þeirra sæti ekki þeirri meðferð sem hér er lýst, hafi tekið þetta að sér sjálfviljugir og hafi engan áhuga á að hætta. Enginn skyldi hlusta á slíkar hugmyndir og allra síst þegar fórnarlömbin sjálf halda þeim fram. Hafa ber í huga að lögregluþrælar hafa verið heilaþvegnir til að hlýða yfirboðurum sínum í blindni. Þeir eru allir sem einn haldnir Stokkhólmsheilkenninu enda dettur varla nokkrum heilvita manni í hug að einhver velji sér annað eins hlutskipti.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago