Mamma, af hverju er þetta fólk svona fátækt?

Vegna þess hjartað mitt að það er vanþróað.
Það kann ekkert nema að rækta korn.
Það kann ekki einu sinni að lesa.
Við aftur á móti erum háþróuð.
Við höfum skóla og heilbrigðiskerfi, úrvalsvísitölur og allskonar fínerí.

En getum við ekki kennt þeim að þróast mamma?
Getum við ekki gefið þeim gefið þeim peninga til að stofna skóla og sjúkrahús
og hjálpað þeim að skapa hagvöxt og greiningardeildir
og allt þetta sem gerir okkur háþróuð?

Nei yndið mitt.
Gjaldþrota maður getur ekki borgað skuldir annarra.
Gjaldþrota maður getur ekki fætt hungraða eða gefið skólabarni blýant.
Við erum gjaldþrota þjóð.
Við rétt merjum það að borga skuldir bankaræningja,
hvernig ættum við að hafa efni á því að kaupa einhverja villimenn undan fátækt?
Við erum fátæk þjóð.
Það er varla að við höfum efni á að gera myndarlega starfslokasamninga
við fólk sem býr yfir óþægilegum upplýsingum.
Hvernig ættum við að hafa efni á því að gera óviðkomandi barbara sjálfbjarga?

En ef við erum fátæk mamma, hver mun þá gefa okkur í gogginn?

Alcoa, yndið mitt. Alcoa gefur í gogginn.

Já en Alcoa er fátækt fyrirtæki. Alcoa hefur ekki efni á að greiða skatta á Íslandi.

Hafðu ekki áhyggjur elskan.
Alcoa borgar ekki skatta en Alcoa býr til ál og ál skapar hagvöxt.
Það eina sem við þurfum að gera fyrir Alcoa
er að gefa þeim fleiri fossa og meira landrými.
Og þá mun Alcoa fara til Indlands og sækja báxít í jörð og vinna ál sem við getum selt Bandaríkjunum.
Bandaríkin nota svo álið til að smíða herbúnað og drepa hryðjuverkamenn.
Og þá fáum við hagvöxt.
Við fáum hagvöxt með sýrópi á. Og rjóma.

En þetta fólk býr á Indlandi. Þetta fólk býr þar sem báxítið er.

Já ástin mín. Það býr þar sem báxítið er og þessvegna þarf Alcoa að reka það á brott.

Ábúendur við ána Narmada á Norður-Indlandi á flótta
eftir að jörðin þeirra var gerð upptæk í þágu áliðnaðarins

 

Hvert fara þau þá?

Nú það fer bara eitthvert annað.  Sest að á óræktuðu landi. Á harðbýlla svæði.

Þróast þau þá?

Nei elskan. Þetta eru villimenn.
Þeir geta ekkert þróast nema með hjálp frá ríku löndunum.

Hver eru ríku löndin mamma?

Það eru þróuðu löndin gullið mitt. Lönd sem hafa rænu á að nýta auðlindir sínar.

Og auðlindir annarra líka?

Já barnið mitt. Og auðlindir annarra líka. Ekki nýtir það þær sjálft, þetta vanþróaða fólk sem ekkert kann.

En gætum við ekki kennt þeim að nýta auðlindir sínar – og þróast?

Nei hjartað mitt.
Gjaldþrota þjóð hefur ekki efni á þróunarsamvinnu.
Gjaldþrota þjóð hefur bara efni á að ræna öreiga.
Við erum fátæk þjóð elskan mín.
Við erum kristin þjóð krúttið mitt.
Við erum hvít þjóð.

 

 

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago