Minningar

Vésteinn skrifar

Vésteinn Valgarðsson skrifar

Ég hef verið í áfalli frá því ég frétti það í gær, að besti vinur minn til margra ára, Haukur Hilmarsson, hafi fallið í átökum í Sýrlandi, þar sem hann barðist með hersveitum Kúrda gegn innrásarher Tyrkja. Við brölluðum margt á sínum tíma, Haukur var alveg einstakur maður, hjartahreinn og sannur í sínu — hvílík frétt, að hann sé dáinn, aðeins 32 ára, fyrir utan að hann hafi verið í átökunum Sýrlandi. Maður er bara orðlaus. Höggdofa. Og bíður nánast ólmur eftir frekari fréttum, og vonar að þetta sé ekki satt. Það er erfitt að gera sér í hugarlund hvernig fjölskyldunni líður, meðal annars vegna þess að hún hefur heldur ekki fengið aðrar fréttir en þær sem hafa birst á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Það er sorg á heimilinu núna.

Vésteinn, Haukur og Særós

hulla

Recent Posts

Do I?

3 ár ago

Þremur árum síðar

Í dag eru liðin 3 ár síðan ég varð að leggja bílnum mínum vegna þess…

3 ár ago

Ávarp Steinunnar á Austurvelli 9. júní 2019

Haukurþú sem ert okkur týndur.Er rökrétt að tala um þig, hér á þessum stað, í…

3 ár ago

Dáinn, ekki grafinn, en gleymdur?

Nú á laugardag, þann 6. mars, verða liðin 3 ár frá því að við fengum…

3 ár ago

Balkan Bandið – janúar 2015

Haukur fór í tónlistarnám á fullorðinsaldri, lærði á þverflautu og spilaði með skólahljómsveit. Þetta myndband…

3 ár ago

Um Skugga ástarinnar

Einar Steinn Valgarðsson skrifar Dengbêjinn. Há, tregafull rödd. Hæg. Hljómþýð. Orð bindast orðum. Orðaflóð. Eða…

3 ár ago