Málefni flóttafólks – Benjamín Julian

Benjamín Julian er aðgerðasinni, pistlahöfundur og áhugamaður um stöðu flóttafólks. Hann kynntist Hauki á málstofu um málefni hælisleitenda árið 2011 og hefur síðan þá sýnt fjölda vegalausra persónulegan stuðning. Að auki hefur Benjamín beitt sér fyrir vitundarvakningu um þennan málaflokk almennt. Í því skyni hefur hann meðal annars heimsótt flóttamannabúðir bæði hérlendis og erlendis til þess að kynnast af eigin raun aðstæðum þeirra sem þar er haldið, stundum gegn vilja sínum.

 

Benjamín tók þessa mynd á einni af ferðum sínum daginn eftir að byrja átti að fangelsa alla flóttamenn við komu til grísku eyjanna, þann 21. mars 2016. Þarna eru sjálfboðaliðar að dreifa tannburstum, sjampói og kexi gegnum girðinguna. Fangelsunin var lykilskrefið í að „leysa“ flóttamannavandann, með því að halda fólki uppvið landamærin.

Benjamín heldur úti vefsíðunni pistillinn.is, þar sem hann skrifar um ýmis samfélagsmál, einkum valdastofnanir og aðstæður flóttafólks um víða veröld.

Benjamín og Haukur á góðri stund. Heiða Karen tók myndina

Söfnunarreikningur: 528-14-530 – kt 010973-3179

Nánari upplýsingar um málþingið og verkefnasjóðinn

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Do I?

3 ár ago

Þremur árum síðar

Í dag eru liðin 3 ár síðan ég varð að leggja bílnum mínum vegna þess…

3 ár ago

Ávarp Steinunnar á Austurvelli 9. júní 2019

Haukurþú sem ert okkur týndur.Er rökrétt að tala um þig, hér á þessum stað, í…

3 ár ago

Dáinn, ekki grafinn, en gleymdur?

Nú á laugardag, þann 6. mars, verða liðin 3 ár frá því að við fengum…

3 ár ago

Balkan Bandið – janúar 2015

Haukur fór í tónlistarnám á fullorðinsaldri, lærði á þverflautu og spilaði með skólahljómsveit. Þetta myndband…

3 ár ago

Um Skugga ástarinnar

Einar Steinn Valgarðsson skrifar Dengbêjinn. Há, tregafull rödd. Hæg. Hljómþýð. Orð bindast orðum. Orðaflóð. Eða…

3 ár ago