Það má enginn fá
eigin hugsjónir að sjá,
sálu þína draugsinn á,
djöfuls fokk! er hann stoltur af sér?
Og ég hugsa í klósettið – hellaðri spýju –
um hetjuna mína í járnum á Níunni.
Hvar ertu nú, þú?
Hvernig tekur dauðinn við þér?

Hveljur sopnar, hvarmur blotnar,
höndin slaknar, holdið rotnar,
hjartað stoppar, frýs og brotnar
inní mér, inní mér,
eins og gler.

Við ljót vegamót
veðrast minningin sem grjót.
Varðar stíg en fjötrar fót
fláa skepnan og dáist að sér.
Og ég hræki á skýin og hugleiði málin
en himnarnir kíma og bíta úr nálinni.
Kvelur það menn, enn,
hvernig tíminn í andlitið sker?

Þínar stundir drauma dánar,
deyja stjörnur, myrkvast mánar,
sorgarklæði, svartir fánar,
bresta vonir, og mannlífið er
brotið gler.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Do I?

3 ár ago

Þremur árum síðar

Í dag eru liðin 3 ár síðan ég varð að leggja bílnum mínum vegna þess…

3 ár ago

Ávarp Steinunnar á Austurvelli 9. júní 2019

Haukurþú sem ert okkur týndur.Er rökrétt að tala um þig, hér á þessum stað, í…

3 ár ago

Dáinn, ekki grafinn, en gleymdur?

Nú á laugardag, þann 6. mars, verða liðin 3 ár frá því að við fengum…

3 ár ago

Balkan Bandið – janúar 2015

Haukur fór í tónlistarnám á fullorðinsaldri, lærði á þverflautu og spilaði með skólahljómsveit. Þetta myndband…

3 ár ago

Um Skugga ástarinnar

Einar Steinn Valgarðsson skrifar Dengbêjinn. Há, tregafull rödd. Hæg. Hljómþýð. Orð bindast orðum. Orðaflóð. Eða…

3 ár ago