Steingrímur J. og stóriðja á Bakka

Þegar Steingrímur J. Sigfússon ákvað að flytja sig úr stóli fjármálaráðherra yfir í atvinnuvegaráðuneytið útskýrðu það sumir með því að hann væri orðinn lúinn á álaginu sem fylgdi því að vera fjármálaráðherra á erfiðum tímum.

Getur verið að skýringin sé önnur?  Að Steingrímur hafi farið í atvinnuvegaráðuneytið til að passa upp á að staðið yrði „rétt“ að þeim milljarða stuðningi ríkisins við stóriðjuver á Bakka við Húsavík sem felst í ýmiss konar ívilnunum til þess?   Það væri ekki í fyrsta skipti sem atkvæði í komandi kosningum eru keypt dýru verði, á kostnað skattgreiðenda.

Og, verður þessi milljarða ríkisstyrkur til stórkapítalistanna sem vilja byggja á Bakka, með tilheyrandi virkjunum og náttúruspjöllum sem þeim fylgja, svanasöngur „Vinstri Grænna“ í þessari fyrstu ríkisstjórn sem flokkurinn situr í?  Verður svo fjallað um þessa snilld í Kastljósi eftir tíu ár, eins og stóriðjuverin sem nú eru þar til umræðu?

Deildu færslunni