Gott er að hvíla í örmum glaðværs galdramanns
flýgur hver stund í faðmi hans.

Fjölkynngi hans er firnum lík og forna há
af vængjuðum fáki minn vinur á.

Hleypur í ham og himnum ofar hug minn ber
á þýðlegu brokki á baki sér.

Gædd eru römmum galdri öll hans gnegg og hljóð
afmorskvæði og ástarljóð.

Og folinn minn býður fram á nætur feiknareið
hægagang eða harðaskeið.

Gleði minnar gítarstreng hann gælir við
upp og niður og út á hlið.

Trixar hann mig með töfrasprota, trilljónfalt
aftur og fram og út um allt.

Og sjö mínútum fyrir sex á sunnudag
yrkir hann nýjan ástarbrag.

Ortu mér kvæði önnur skáld, uns einn ég fann
lífs míns besta lystarmann.

Elsku mína, ugg og þrá og allt sem er
afhendi ég einum þér.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago