Myndin er eftir Emily Balivet

 

Bikar, sproti, skjöldur, sverð
svo fullkomin eru verkfæri töframannsins
en þegar Snjáldurskinna er eina bókin á borðinu
koma kristall, tré og málmar að takmörkuðu gagni.

Þó hefur hann rist sér bjargrún á hæl
með beittasta hnífnum,
grætt sárið með ilmandi safa
úr laufguðum brumkvisti
og haldið glóandi knetti á lofti
tólf tungl í röð.

Og Vegfarandinn horfir á grænklæddan dreng
ganga léttum skrefum frá húsi töframannsins.
Eitthvað hefur hann lært af vistinni
og þótt hann breyti ekki blávatni í guðaveigar
getur hann vafalaust unnið dálítið gull úr saurum.

Slíkt er hlutskipti skálda.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago