Categories: Allt efniLeikfimi

Stríðnilagið

Leikfimikeppni er framundan og keppinautarnir veitast að Marlyn, sætustelpunni sem ætlar að vinna.

Fríkin: Hún er bæði fim og fær,
fjórða sæti eflaust nær.
Skortir trú á sjálfri sér
sigrar aldrei, því er ver

Vonleysið er undirrót vandans
Marlín: -farðu til fjandans.

Fríkin: Fellur rétt að fyrirmynd
fullkomlega á það blind
að ef þú ekki ert þú sjálf
ánægjan er minna en hálf.

Helga: Helst ég vildi hella hana fulla
Marlín: -hættu að bulla.

Fríkin: Brosið engu bjargar nú,
barbídúkkur eins og þú,
úr plasti fjöldaframleiddar
fylla búðarhillurnar.

Helga: Ljúft mér þætti að láta henni hitna
Marlín: -fyrr skal ég fitna.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago