Þessi texti vara saminn við popplag sem ég heyri í hausnum á mér en veit ekki hvort er til í alvöru.

Ég sá það á snjáldrinu í síðustu viku
að sambandi er áður var flókið er lokið
og statusinn hennar var „stríðið er búið“
það stakk mig svo djúpt,
inn í kviku.

Og forvitni gripin ég fletti til baka
Í febrúar skrifar hún „traustið er brostið“
og „hver er að hringja og hvað vill hún ræða?
Ég kvelst og í nótt
mun ég vaka.“

#Í mars segir statusinn: „Jaidee er dálítið
döpur þótt símtölin snúist um málin
í vinnunni og merki ekki neitt, það er samt eitthvað að.

Því þarf hún að hringja í þig því sem næst daglega?
og þú röltir fram til að ræða eitthvað faglega
en fokk ég er ekki svo græn að ég trúi á það.“#

Þú elskaðir mig en þú óttaðist meira
að aldrei ég sleppti þér frá því að tjá þig.
Því hug þinn og kenndir þú kannt ekki að orða
og þú kaupir þig
frá því að heyra.

Þú óttaðist sjálfstæði og einlægni mína
og yfirgafst mig fyrir vonina um konu
svo auðmjúka og blíða og undir þig gefna
og ónæma á
veikleika þína.

#Í gær sagði statusinn: „Jaidee er dálítið
döpur og brotin og marin á sálinni“
og elskan ég veit þér finnst sárt að hún segi frá því.
Því íslenskar tíkur þær tala sig víst svona
þú trúðir þó alltaf að auðmýkri kona
frá asíu héldi sér saman, svo brosandi og hlý.#

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago