Ég hef um víða vegu leitað
að vísu húsi á góðum stað,
sem veitir skjól í vetur kuli
þótt vindar dynji stendur það.

Í ljósi og yl er ljúft að hvíla
við létta voð um blíða nótt.
Þar logar eldur þegar kuldinn
um þétta lúgu smýgur hljótt.

Er kvöldið tjaldar himin húmi,
í hljóðri von ég kem til þín
og veit að minni leit er lokið
ef ljós í glugga þínum skín.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago