Myndin er eftir Emily Balivet

Undir brennheitri hádegissólinni
ískra eldhjól vagnsins í mölinni.

Vegfarandinn heimtar sjóð sinn
en þú neitar staðfastlega.
Sá á fund sem finnur,
sá á fund sem sjálfur afklæðist fyrir hann
og laugar skrokk sinn með hrökkálum.
Auk þess er ekkert auðkenni á sjóðnum
hver sem er gæti eignað sér hann.

Ég þekki sjóð föður míns þegar ég sé hann
staðhæfir vegfarandinn
og um þetta þráttið þið
meðan eldvagninn æðir yfir hverja hindrun,
þegar ræningjar sitja fyrir, tekst hann á loft;
líkt og flugnager
hrökklast stríðandi herlið undan.

Að lokum akið þið fram á vatnsbláa konu
sem stendur í götunni og heldur á vog.
Og fíflið lítur í auga Baldurs í enni þér
og lyftir brúnum,
Bíðum, segir hann íhugull, bíðum aðeins.

Fíflið ber ágreininginn undir vogarkonuna,
hún bindur refil fyrir augu sín og handfjatlar sjóðinn.
Helmingaskipti úrskurðar hún
en hvorugur er sáttur við dóminn.
Hví skildi ég deila föðurarfi mínum með ókunnugum?
spyr Vegfarandinn.
Hví skildi ég deila launum dáðar minnar með ókunnugum?
spyrð þú.
Af því að það er sanngjarnt, segir konan.

Sanngirnin gerir menn ekki endilega hamingjusama
og þið gangið hvor í sína átt, með hálfan sjóð undir höndum,
þú færir fíflinu Baldursbrána að skilnaðargjöf.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago