Svo tónar þínir ljóð mitt galdri glæði
ég grönnum boga snerti fiðlustrengi
sem styður þú með liprum fingrum lengi
uns líf mitt faðmar þitt í söng og kvæði.

Og ef þú heyrir annarlegan tón
sem ekki fellur rétt að þínu lagi
það gæti verið tónn af æðra tagi
þá titrar barmur Óðreris við Són.

Því ég skal gjarnan verða þín ef viltu
vekja hjá mér meira en orðin tóm
og finna þína fingurgóma loga.

Þá komdu nær og strengi þína stilltu
ég strjúka skal úr hverjum þeirra hljóm
því fiðla þín er fánýtt hjóm án boga.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago