Mjöllin sem bómull og brátt koma jól
og borgirnar ljósadýrð skarta
til merkis um hátíð og hækkandi sól
hve hlýnar í sál þér með vorinu bjarta.
Hver dagur er skammur og dimmur sem kvöld
en desemberstjörnurnar minna
á silfraðar kúlur við satinblá tjöld
þá sakna ég augnanna þinna.

Ef óvættir vekja þér angist og beyg
mun engill minn hafa á þér gætur
ef skjár þinn er freðinn af frostrósasveig
ég feginn skal kynda þinn arinn um nætur.
Ég sker þér í laufabrauð skammdegissól
sem skín þér um veturna svarta
með óskum um gæfu og gleðileg jól
ég gef þér að lokum mitt hjarta.

Textinn var skrifaður við lag eftir Óttar Hrafn Óttarsson en það hefur aldrei verið notað. Beggi bróðir minn samdi síðar lag við þennan texta. Það lag hefur mér vitanlega aldrei verið flutt opinberlega heldur.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago