Gréstu í brjósti þér góði
er gafstu mér kost á
ást þinni umbúðalaust
af órofa trausti?
Leistu mig langsvelta þjást
og listina bresta?
Sástu hve návist þín nísti?
Naustu þess? Fraustu?

Víst er ég valdi þig fyrst
það veistu minn besti.
Haltu mér, leystu minn losta
og ljóstu með þjósti.
Kreistu að kverkum mér fast
og kysstu og þrýstu.
Veist að í hljóði ég verst
ef varirnar bærast.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago