Categories: Allt efniLeikfimi

Hugsjónalagið

Ég á mér sýn
um sælla líf og betri heim.
Þar sem börnin vaxa úr grasi
í sannri gleði og sálarró.
Það er köllun mín
að kenna þeim.

Á sólarstöðu sérhvern dag þau hefja
og synda að því loknu, góða stund,
þau aldrei meir við tölvuleiki tefja
en trúa á lýsi og eftirmiðdagsblund.

Við handahlaup þau hálfan daginn una
og hoppa yfir leðurklæddan hnall.
Þau ganga á slá og teygja arma
og taka lítið stökk
á trampólíni og enda í frjálsum spuna.

Ég á mér sýn
um betri heim að samastað.
Þar sem jafnvægi er á öllu,
þar sem brosir jang við jin.
Það er köllun mín
að kenna það.

Í beinni röð þau ganga og bilin jafna
með bakið rétt og horfa fram á við.
Þau skrumi, dópi og skyndifæði hafna
og skilja mína speki um innri frið.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago