Myndin er eftir Emily Balivet

Þú hefur ávaxtað sjóð þinn, illfenginn
og reist þér kastala við Logná.
Lífið er gott.

Enn einn daginn
smokrar dagsbirtan sér undir augnlokin.
Þú bröltir fram úr
til að draga fyrir gluggann
og sérð grænklæddan satýr sitja á brúnni.

Við belti hans haga sýrenuflautur;
þær hefur hann skorið úr ungum bambussprotum.
Nú eru horn hans fullvaxin
og hann slítur kristalla úr silfurþræðinum
og fleytir með þeim kerlingar á ánni um stund.

Svo heldur hann áfram ferð sinni
framhjá kastala þínum.
Hann skemmtir vegfarendum með flautuleik
og þeir bera á hann gjafir að launum;
koparbikar,
sverð með silfurhjöltum,
og tólf gullpeninga.
Einseta hans er afstaðin.

Þó er ferð hans enn ekki lokið
og að lokinni skammvinnri heimsókn
kyssir hann svartholið í enni þínu
og heldur aftur af stað.

Leið hans er heitið að kofa í skóginum:
Þar býr engill með húfu.
Hún situr við spunarokk
og býður hann velkominn heim.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago