Eygi stjörnum ofar
aðra tíma og betri
vor að liðnum vetri
vekur nýja trú.

Ljósi og birtu lofar
lífsþrá raddar þinnar,
svarthol sálar minnar
söngvum fyllir þú.

Og neindin, full af næturgalans kvaki
niðamyrkrið gegnum fer að skína,
þótt ég sofi samt er líkt og vaki
sál mín, hverja nótt við hljóma þína.

Úr dvalanum ég rís og dýpra smýgur
dagsins ljós, að rótum sálar minnar,
hjarta mitt úr fjötrum brýst og flýgur
frelsins á vit og ástar þinnar.

Allri lofgjörð æðra
yndi rödd þín hrærir,
sól úr skýjum særir
syngur dögun óð.
Meðal minna bræðra
mig þú fundið hefur
tóm mitt töfrum vefur
tóna þinna flóð.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago