Í gær reið hann Elías grænbláum hesti í hlað,
gæðinginn bauð mér til ferðar og tauminn mér rétti.
Fákurinn Pegasus fetaði rólega af stað
en fyrr en mig varði hann hóf sig á loft, fram af kletti.

Á vængjum hans sveif ég um vegleysur ljóðsins og hló
og vinur minn sá að ég fílaði gripinn í ræmur.
Hann gætti þess vel að ég lenti í grösugri tó
því grænbláir flughestar brotlenda ef knapinn er næmur.

Ferðin var ljúf og ég fékk honum aftur sinn taum
í fyrsta og einasta sinn reið ég vængjuðu hrossi.
Á brott er nú Pegasus horfinn í blágrænan draum
en brátt kemur Elías gangandi og heilsar með kossi.

Er Elías leikur á rykfallna hjarta míns lýru
ég skála í nafni hans skreyttu með askorbínsýru.

 

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir
Tags: Sonnetta

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago