Myndin er eftir Emily Balivet

 

Arnaregg eru ekki eins brothætt og maður gæti haldið.
Og þar sem það er eðli fíflsins að halda mörgum boltum á lofti
fer það létt með eitt arnaregg.
Þú kastar egginu og grípur á víxl á göngu þinni,
enda ekkert sem truflar, ekki einu sinni söngur smáfugla.
En nú flýgur örn yfir
og ósjálfrátt felurðu eggið í poka þínum.

Þegar örninn nálgast
sérðu að hann hefur mannshöfuð,
mannslíkama;
aðeins vængir hans tilheyra erni.
Kannski er hann Fönix?

Hvaða ferðalag er á þér?
spyr vætturin
og þar með verður þér ljóst að hún er ekki Fönix
heldur lögguengill
því aðeins löggur ávarpa blásaklausa vegfarendur á þennan hátt.
Ferð minni er lokið
svarar þú,
nú er ég loks á heimleið.

Ekki enn, segir lögguengillinn, ekki enn,
ekki á meðan þú ert með sjálfan þig í bakpokanum.

Þú opnar pokann þinn
og reiknar fastlega með að verða handtekinn
fyrir að ræna arnarhreiður
en í pokanum er ekkert egg að finna.
Upp úr honum spretta ótal útgáfur af sjálfum þér;
maðurinn sem svaf, á meðan unglingurinn stóð á þverhnípi;
maðurinn sem sleppti köngurlóarmóður niður í hyldýpið
áður en hann hélt út á veginn;
maðurinn sem synti með hrökkálum,
til þess eins að troða illsakir við náunga sinn;
maðurinn sem fagnaði Dauðanum
þegar hann varð þreyttur á því að hanga á vindgálga;
maðurinn sem varð að fífli frammi fyrir sínu eigin vali;
maðurinn sem ætlaði að brjótast inn í dyngju hofgyðjunnar
en lét ginna sig niður í dyflissu.
fíflið sem gekk erinda Keisarans heiminn á enda,
án þess einu sinni að vita tilganginn.

Þú afhendir englinum pokann.
Hann tekur einn hlut upp úr honum og réttir þér aftur.

Eitt egg.

Pokann rekur hann upp og vindur rauðan þráðinn í hnykil.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago