Strengurinn

Seinna um nóttina vísaði stjarnan þér á helli.
Þú kastaðir poka þínum við munnann
og kraupst við fljótið til að fylla vatsbelgina.
Þú leist niður og sást að límkenndur þráður var tengur nafla þínum
og lá inn í hellinn.

Í fljótinu sástu nakinn líkama þinn
og hönd sem bar saumaskæri Keisaraynjunnar að strengnum.
Þú heyrðir leðurkennt hljóð
um leið og hún klippti á strenginn.

Að baki þér sástu stúlka í röndóttum sokkum,
hún vatt strengnum um hönd sér,
og vafði upp hnykil
um leið og hún elti þráðinn inn í hellinn.

Share to Facebook