Samruninn

Myndin er eftir Emily Balivet

 

Við ána Kólgu
situr lærlingur Töframannsins
hrafnvængjuð vera
með tvö mjaðarker.

Eldur í öðru.
Vatn í hinu.
Hún hellir varlega á milli þeirra
uns þykkur, gullinn vökvi fyllir bæði.

Hún breiðir út skaut sitt
og smyr gylltri olíunni um líf sitt og lendar.
Nú vantar bara töfrasprota
til að fullkomna galdurinn
segir hún. Undirleit.

Getur eldur blandast vatni?
Já, ef rétt er að farið.
Og þótt olía blandist vatni ekki auðveldlega
magnar hún vissulega eld.

Blóðið ólgar í æðum Satýrsins,
eldur og vatn.
Hann smyr lim sinn með olíu
og meðan sól roðar sjó
kennir hann konunnar við Kólgu.

Share to Facebook