Verkefni dagsins er að brugga skáldamjöð. Ekki veitir af, ég hef ekki skrifað almennilegan texta í margar vikur, hvað þá að ég hafi ort kvæði. Syngipartý annað kvöld. Það eru sjálfsagt fáir sem gera sér almennilega grein fyrir því en aktivismi er t.d. það að syngja í stað þess að líta eingöngu á tónlist sem neysluvöru. Auk þess er ég ekki ennþá búin að jarða síðustu vonbrigði mín og ætli sé ekki kominn tími á Völuvísu.
- 55 ár ago
Eva Hauksdóttir
Brugg
Tags: Beinar aðgerðir
Related Post
View Comments (1)
--------------
Mér segir svo hugur um að í þínum meðförum verði Völuvísa ennþá óhugnanlegri en ella.
Posted by: Allt annar Drengur | 30.05.2008 | 15:11:03
--------------
Ég er nú ekki búin að skrifa texta eða ort í... alla mína æv og ég hef það samt gott.
Dásamlegt að vera einfaldur :)
Posted by: Hulla | 30.05.2008 | 17:39:03
--------------
Nýja myndin er flott:)
Posted by: Guðjón Viðar | 31.05.2008 | 12:38:45