Einn moggabloggari hefur tjáð sig um dóm yfir manni sem Kínverjar dæmdu til fimm ára fangavistar fyrir að krefjast mannréttinda. Enginn hefur ´kommentað´ á færsluna þegar þetta er ritað. Færslur vegna fréttar af pólsku glæpagengi eru hinsvegar á þriðja tug og mikill fjöldi athugasemda við hverja færslu. Enda snertir hugsanleiki þess að einhver lemji mann og annan á Íslandi okkur miklu meira en mannréttindabrot og þjóðarmorð í fjarlægum heimshlutum.

Bjóst annars einhver við því að engin félagsleg vandamál fylgdu því að flytja inn fátæklinga frá Austur-Evrópu og Kína í þúsundatali á örfáum árum, fólki sem hafði engan áhuga á að festa hér rætur, af því að Íslendingar ætluðu að verða svo rosalega ríkir á virkjunum og stóriðju þótt við hefðum engan mannskap til að sinna skítverkunum í kringum herlegheitin? Hélt einhver að heppilegasta leiðin til að fá útlendinga til að samlagast íslenskum samfélagsháttum væri sú að smala þeim saman í tuga- og hundraðatali í vinnubúðir uppi á hálendinu, án þess að gera þeim grein fyrir þeim lögum og óskráðum siðareglum sem gilda í landinu eða gefa þeim alvöru kost á læra málið? Reiknaði fólk í alvöru með því að við kæmumst upp með endalausa útrás en fengjum enga innrás á móti?

Okkars sitjum uppi með útlendingavandamál, kynþáttahatur og glæpaklíkur. Alveg eins og við var að búast. Gott á okkur.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

55 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

55 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

55 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

55 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

55 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

55 ár ago