Nú hefur þriðja manneskjan komið að máli við mig, lýst ánægju sinni með Vantrúarbingóið og haft á orði að Vantrú ætti oftar að standa fyrir uppákomum.

Ég er að vísu ekki meðlimur í Vantrú eins og margir halda og hef aldrei komið neitt nálægt þeirra starfi að öðru leyti en því að ég hef stöku sinnum skrifað eitthvað á kommentakerfið á netsíðunni og mætt á þetta bingó um daginn. Ég get alveg tekið undir það sjónarmið að Vantrú mætti alveg sjá um að skemmta mér oftar. Fólk mætti líka alveg koma inn af götunni og bjóðast til að fara í Bónus fyrir mig eða veita mér aðra þjónustu, mér að kostnaðarlausu.

Þeir sem telja að Vantrú ætti oftar að standa fyrir uppákomum eru ofurseldir sama hugsunarhætti og fólkið sem spyr hversvegna Saving Iceland hafi ekki mótmælt botnvörpuveiðum, hversvegna Ísland Palestína sé ekki með vikulega útifundi og kveinar yfir því að nú séu engar Keflavíkurgöngur skipulagðar lengur. Ég hef m.a.s. heyrt fólk kvarta um að dugnaðarforkurinn Ómar Ragnarsson hafi ekki staðið sig nógu vel í einstaka landverndarmálum. (Þess má geta að á sínum tíma skrifaði ég athugasemd við þessa færslu, „hvar varst þú sjálfur?“ en hún hefur einhvernveginn týnst, skemmtileg tilviljun.) Ég þekki forkólfa Vantrúar ekki persónulega en mér segir svo hugur um að þeir séu nákvæmlega jafn uppteknir við dagleg störf, áhugamál og fjölskyldulíf og við hin. Ég hef líka fulla trú á því að hver sá sem hefur samband við Vantrú og býðst til að skipuleggja opinbera uppákomu eða steikja kleinur ofan í gesti og gangandi, fengi prýðilegar viðtökur og helling af aðstoð.

Þið sem aldrei hafið gert neitt róttækara en að mæta á útifund, ef þá það; hættið að kvarta undan þeim fáu sem nenna að leggja á sig vinnu fyrir hugsjónir sínar og drullist til að gera það sjálf. Plebbarnir ykkar.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago