Um daginn stóð Útvarp Saga fyrir skoðanakönnun á því hvort fjölmiðlar ættu að gefa upp þjóðerni meintra afbrotamanna og þjóðarsálin álítur víst að það sé rétt, gott og nauðsynlegt. Ekki er ljóst hvaða tilgangi það á að þjóna, nema þá helst þeim að auðvelda okkur að meta líkurnar á glæpahneigð út frá þjóðerni. Ef kemur t.d. í ljós að 20 Pólverjar hafa verið sakaðir um líkamsárásir, þá hlýtur það að segja eitthvað um eðli og innræti Pólverja almennt og full ástæða til að kenna börnum okkar að varhugavert sé að umgangast slíkan óþjóðalýð og aðra negra. Ég er svona að velta því fyrir mér hvort sé þá ekki jafn eðlilegt að fjölmiðlar taki fram hvaða störfum meintir glæpahundar gegni, hverrar trúar þeir séu eða hvaða stjórnmálaflokk þeir kjósi.

Fyrirsagnir blaðanna gætu þá verið á þessa leið:

„Tveir kristnir byggingaverkamenn nauðguðu konu í húsasundi.“
„Gagnkynhneigður Framsóknarmaður tekinn með fíkniefni á Keflavíkurflugvelli.“
„Virkjanasinni dæmdur fyrir búðarhnupl.“
„Áhugamaður um málefni öryrkja sinnti ekki stöðvunarskyldu.“
„Samfylkingarkona sökuð um fjárdrátt.“
„Þjóðkirkjumaður tekinn fyrir ofsaakstur.“
„Pípulagningamaður kærður fyrir líkamsárás. Sagður hafa stutt Frjálslynda flokkinn í síðustu kosningum.“

Setjum sem svo að í ljós kæmi að flestir fjárglæframenn þjóðarinnar væru gagnkynhneigðir, sjálfstæðismenn í stjórnunarstöðum, verðbréfaeigendur og skráðir í þjóðkirkjuna, væri þá ekki eðilegt að við fengjum að vita það svo við gætum forðast að treysta slíku fólki fyrir fjármunum þjóðarbúsins?

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago